Reynir

Reyniviður hefur verið ræktaður í görðum hérlendis síðan 1824 og var algengari í görðum en í skógum til skamms tíma. Nú er hann bæði mikið gróðursettur í skógrækt og víða er sjálfsáning áberandi. Sums staðar er nokkuð um stök reynitré í villtum birkiskógum, til dæmis á Vestfjörðum, á Látraströnd við Eyjafjörð, í Arnaldsstaðaskógi í Fljótsdal og víðar