Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís á heimsmælikvarða fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Í boði eru þrjár rennibrautir (fossinn, trektin og flækjan), busllaug, þrír heitir útipottar og einn innipottur, eimbað og gufubað.
Netfang: sund@akureyri.is
Í Hlíðarfjalli er sannkölluð skíðaparadís rétt við bæjardyrnar. Þar eru frábærar aðstæður til að skíða og snjóbrettaiðkunar. Lyfturnar á svæðinu geta samanlagt flutt 4,920 manns á klst. en samfelldur hæðarmunur á skíðabrekkunum er um 500 metrar. Skíðastaðir voru byggðir á árunum 1955-1964 en rekstur hófst 1962. Húsið stendur í 506 metra hæð yfir sjávarmáli. Strýta stendur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er greiðasala og salerni fyrir gesti í Hlíðarfjalli.
Upplýsingar um félagsmiðstöðvar má finna á vef Rósenborgar : Félagsmiðstöðvar.
Á Akureyri eru nokkrir grunnskólar.
Nemendur geta sótt frístund eftir skóla.
Sækja má um þjónustuna á vef bæjarins.
Akureyrar er fyrst getið á 16. öld. Þegar verslunareinokun komst á 1602 varð Akureyri – sem þá hét í opinberum gögnum „Öfjord Handelsted“ – einn af löggiltum verslunarstöðum landsins en utan þeirra mátti enginn stunda kaupskap. Fyrstu húsin voru verslunar- og geymsluhús en íbúðarhús reis ekki fyrr en 1778 þar sem dönsku kaupmennirnir, er stjórnuðu versluninni, máttu ekki stunda nein viðskipti á Íslandi yfir vetrartímann né eiga þar fasta búsetu. En tímarnir breyttust og 29. ágúst 1862 varð Akureyri kaupstaður. Íbúar hins nýja kaupstaðar voru 294 talsins og bjuggu í þremur hverfum: inni í Fjöru, í Búðargili og á Akureyrinni þar sem hjartað sló. Enda þótt eyrin sé horfin úr landslaginu er hún engu að Hoepfnersíður skýrt afmörkuð af götunum Hafnarstræti og Aðalstræti. Á milli þeirra er gamla Akureyrin.
Nú eru hverfin þrjú í sameiningu kölluð Innbærinn. Þar blasa við tvær glæsibyggingar, Tuliniusarhús sunnar, byggt 1902, og Höepfnershús norðar, reist 1911. Þessi tvö reisulegu timburhús voru byggð sem verslunar- og íbúðarhús og minna á að hér var miðbær Akureyrar fram yfir aldamótin 1900. Skipin lögðust að bryggjunum austan við húsin, erlendar vörur streymdu í land og íslenskar landbúnaðarvörur fylltu lestar skipanna. Þegar kom fram yfir 1850 bættist hákarlalýsi við útflutningsvörur Eyfirðinga og 1879 hófst fyrsta síldveiðiævintýrið á firðinum.