Kría

Kría á flugi.Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-bra eftir hljóðinu sem hún gefur frá sér, kindin me-me eftir jarminu og mörg fleiri mætti nefna.

Heimild: Vísindavefurinn.

Kría er nokkuð árásargjörn, en hún nýtir einstaka tækni og hljóð til að fæla menn og dýr frá varpstað sínum. Kría verpir einna helst í sandlendi og má því oft sjá kríur í fjöru.

Myndband þetta sýnir kríuna þar sem hún er í árásarhug.

Kríublundur

Orðasambandið að fá sér kríu er stytting úr að fá sér kríublund ‛leggja sig mjög stutta stund’. Orðið kríublundur þekkist að minnsta kosti frá því um miðja 20. öld. Allir sem þekkja kríuna hafa tekið eftir að hún tyllir sér oft niður örstutta stund eða vokar yfir æti og steypir sér síðan niður, veiðir og er farin. Til þessa háttalags fuglsins er orðasambandið sótt. Heimild: Vísindavefurinn.

Mynd: wikimedia.